Um Hvetjanda
Hvetjandi hf. eignarhaldsfélag var stofnað í janúar 2004. Félagið var stofnað í framhaldi af samþykkt þingsályktunar á Alþingi um byggðamál árið 1999 þar sem Byggðastofnun var heimilað að taka þátt í stofnun eignarhaldsfélaga með 40% framlagi á móti 60% framlagi heimamanna í formi hlutafjár. Var fjármagninu ætlað að styrkja atvinnuþróunarmál í kjördæmum landsins.
Félagið er í eigu Byggðastofnunar og sveitarfélaga, stofnanna, félagasamtaka og fyrirtækja á Vestfjörðum.

Hvetjandi fjárfestir í félögum á öllum Vestfjörðum. Í eignasafni félagsins eru hlutir í fyrirtækjunum:
- Fiskvinnslan Íslandssaga – Fiskvinnsla
- Virknihús ehf – Fasteignarekstur
- Snerpa – Netþjónusta
- Útgerðafélagið Skúli ehf – Útgerð
- Kampi – Rækjuiðnaður
- Laugarhóll – fasteignarekstur á hóteli
- Símaverið ehf– miðlæg símsvörunar þjónusta
- Icelandic Sea Angling hf – Sjóstangveiði/ferðaþjónusta
- Arna – laktósafríar mjólkurvörur
- Vesturferðir ehf – Ferðaskrifstofa
- Skútusiglingar (Borea Adventures) – Ferðaþjónusta
- Fiskvinnsla Drangur – Fiskvinnsla
Framkvæmdastjóri Hvetjanda er Kristján G. Jóhannsson