Home » Um Hvetjanda

Um Hvetjanda

Hvetjandi hf. eignarhaldsfélag var stofnað í janúar 2004. Félagið var stofnað í framhaldi af samþykkt þingsályktunar á Alþingi um byggðamál árið 1999 þar sem Byggðastofnun var heimilað að taka þátt í stofnun eignarhaldsfélaga með 40% framlagi á móti 60% framlagi heimamanna í formi hlutafjár. Var fjármagninu ætlað að styrkja atvinnuþróunarmál í kjördæmum landsins.

Félagið er í eigu Byggðastofnunar og sveitarfélaga, stofnanna, félagasamtaka og fyrirtækja á Vestfjörðum.

Þeir sem eru að óska eftir hlutafjárþátttöku þurfa að geta haft samband við formann  með tölvupósti á formadur@hvetjandi.is