450-3000

Home » Fréttir » Aðalfundur Hvetjanda 2013

Aðalfundur Hvetjanda 2013

Árið 2013, 9. September kl. 12.30 -13.00 var haldinn aðalfundur Hvetjanda á skrifstofuhótelinu.

Mætt var fyrir 89,29% hlutafjár.

1. Elías Jónatansson var kjörinn fundastjóri og Neil Shiran Þórisson var kjörinn fundarritari.

2. Skýrsla stjórnar.
Formaður stjórnar fór yfir skýrslu stjórnar og starfsemi á síðastliðnu ári. Framkvæmdastjóri fór yfir reikninga félagsins sem fundarmenn höfðu á fundinum. Ársreikningur og skýrsla stjórnar félagsins borinn upp til samþykktar, sem samþykktir voru samhljóða.

3. Lagt var til að tap félagsins verði yfirfært til næsta árs sem samþykkt var samhljóða.

4. Borin var upp tillaga um stjórn:
Aðalstjórn Varastjórn
Daníel Jakobsson María Elísabet Jakobsdóttir
Guðni Einarsson Björn Davíðsson
Pétur Grétarsson Kristján Jóhannsson
Samþykkt samhljóða

5. Guðmundur Kjartansson hjá Endurskoðun Vestfjarða ehf. var kjörinn endurskoðandi félagsins.

6. Lagt er til að laun stjórnarmanna haldist óbreytt. Þóknun endurskoðanda verði samkvæmt reikningi. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

7. Önnur mál
a. Lögð var fram tillaga að stjórn félagsins sé áfram heimilt að hækka hlutafé í allt að 200.000.000 kr. Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl 13:40. Fundargerð ritaði Neil Shiran Þórisson.